Ert þú sjúkraliði? Vitatorg þjónustuíbúðir

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavík, Ísland
  • 16/05/2018
Fullt starf

Um starfið

Heimaþjónusta Vesturgötu 2

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða óskar eftir að ráða sjúkraliða í 80-100% starf. Um er að ræða heimaþjónustu á Vitatorgi, nánar tiltekið þjónustuíbúðir. Hann mun vinna með skemmtilegum hópi starfsmanna í jákvæðu og uppbyggilegu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að liðsinna íbúum þjónustuíbúða við athafnir daglegs lífs, stuðla að sjálfstæði þeirra og sjálfsbjargargetu. Veita íbúum stuðning til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
  • Meðal verkefna eru meðal annars að aðstoða íbúa við athafnir daglegs lífs. Hafa eftirlit með lyfjagjöf í samstarfi við heimahjúkrun. Hann mun auk þess hafa eftirlit með andlegu og líkamlegu heilsufari íbúa og aðstoða með persónulega umhirðu og önnur þau störf í samráði við forstöðumann.

Hæfniskröfur

  • Sjúkraliði með íslenskt starfsleyfi
  • Góð tölvukunnátta
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hreint sakavottorð í samræmi reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sjúkraliðafélags Íslands

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 27.5.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðbjörg Theresia Einarsdóttir í síma 411-9650 og tölvupósti gudbjorg.t.einarsdottir@reykjavik.is.


Lindargötu 27
101 Reykjavík