Myndmenntakennari - Laugarnesskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 16/05/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn

Um starfið

Laugarnesskóli

Laus er til umsóknar staða listgreinakennara skólaárið 2018 - 2019.

Laugarnesskóli stendur við Kirkjuteig 24 í Reykjavík og er einsetinn grunnskóli fyrir nemendur í 1.- 6. bekk. Einkunnarorð skólans eru lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur og ósk. Í Laugarnesskóla er allt starfsfólk samstíga og vinnur saman að stefnumörkun og forgangsröðun. Skólastarfið á að vera uppbyggjandi þar sem metnaður ríkir og virðing er borin fyrir hverjum og einum. Kennsluhættir í Laugarnesskóla einkennast af fjölbreytni þar sem skólinn reynir að koma til móts við ólíkar þarfir og áhuga nemenda. Skólaumhverfi skólans á að vera hlýlegt og aðlaðandi fyrir alla þá sem tengjast skólanum.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • - Að skapa nemendum frjóar og fjölbreytilegar námsaðstæður.
 • - Að vekja og viðhalda áhuga nemenda á námi og veita þeim handleiðslu á sem fjölbreytilegastan hátt.
 • - Að undirbúa kennslu og kenna í samræmi við markmið Aðalnámskrár, gera áætlun og meta reglubundið nám og starf nemenda
 • - Stuðla að góðum starfsanda og vinnufrið meðal nemenda.
 • - Að skipuleggja kennslu sem hæfir þörfum og stöðu einstakra nemenda.
 • - Að kynnast nemendum sínum, foreldrum þeirra og aðstæðum sem best.
 • - Að vera í góðu samstarfi í kennarateymi og með öðrum þeim kennurum sem kenna nemendum í hans umsjón.
 • - Að vera í farsælu samstarfi heimila og skóla.

Hæfniskröfur

 • - Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
 • - Sérmenntun í myndmennt er skilyrði.
 • - Reynslu af því að vinna með fjölbreyttan nemendahóp.
 • - Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 • - Hafa tekið virkan þátt í þróunarverkefnum og mótun skólastarfs.
 • - Reynsla og áhuga á að vinna með börnum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 28.5.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Heiða Bragadóttir í síma 411 7444 og tölvupósti sigridur.heida.bragadottir@rvkskolar.is.

Laugarnesskóli
Kirkjuteigi 24
105 Reykjavík