Þroskaþjálfi í sérdeild - Hamraskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 16/05/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Hamraskóli - Sérkennsla

Laus er til umsóknar staða þroskaþjálfa í sérdeild fyrir nemendur með einhverfu frá 1. ágúst 2018.

Hamraskóli er staðsettur í Hamrahverfi í Grafarvogi og erum 150 nemendur í skólanum. Einkunnarorð skólans eru góðvild, ábyrgð og tillitssemi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinna með nemendum í sérdeild og almennu skólaumhverfi.
 • Vinna að þróun skólastarfs ásamt öðrum starfsmönnum í deildinni og skólanum.
 • Vinna að gerð einstaklingsnámskrár í samstarfi við verkefnisstjóra og samstarfsfólk og fylgja henni eftir.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.

Hæfniskröfur

 • Leyfi til að nota starfsheitið þroskaþjálfi
 • Menntun og hæfni til þjálfunar í sérdeild.
 • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
 • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
 • Faglegur metnaður.
 • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Mjög góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og ÞÍ.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 28.5.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Bergsdóttir í síma 567-6300 og tölvupósti anna.bergsdottir@rvkskolar.is.

Hamraskóli
Dyrhömrum 9
112 Reykjavík