Borgarbókasafnið - Háskólamenntaður starfsmaður

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 17/05/2018
Fullt starf / hlutastarf Sérfræðingar

Um starfið

Borgarbókasafnið Árbæ

Borgarbókasafnið í Árbæ auglýsir lausa til umsóknar 80% stöðu háskólamenntaðs starfsmanns

Háskólamenntaðir starfsmenn hafa umsjón með ýmsum verkefnum á sviði safnsins og sinna þjónustu við notendur Borgarbókasafnsins. Leitað er að kraftmiklum starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt og hefur brennandi áhuga á að starfa með börnum og unglingum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Starf með börnum og unglingum, umsjón með barnadeild, viðburðum auk ýmissa annarra verkefna í safninu s.s. upplýsingaþjónustu, afgreiðslu, fjölmenningartengdum verkefnum og umsýslu safnkosts.
 • Starfsmenn skipta með sér kvöld- og helgarvöktum

Hæfniskröfur

 • • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • • Reynsla og áhugi á starfi með börnum/ungmennum
 • • Íslenskukunnátta, kunnátta í ensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • • Færni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og þjónustulund.
 • • Gott vald á upplýsingatækni og áhugi á að tileinka sér nýjungar á því sviði.
 • • Frumkvæði, hugmyndaauðgi, metnaður og færni til að vinna í hópi.
 • Borgarbókasafnið er almenningsbókasafn Reykvíkinga og starfar eftir lögum um bókasöfn frá 2012. Það rekur sex söfn í borginni ásamt bókabílnum Höfðingja og sögubílnum Æringja. Nánari upplýsingar um starfsemi safnsins má fá á www.borgarbokasafn.is
 • Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
 • Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem við búum í.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags

Starfshlutfall: 80%
Umsóknarfrestur: 31.5.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Menningar- og ferðamálasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Katrín Guðmundsdóttir í síma 8920326 og tölvupósti katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is.

Borgarbókasafnið í Reykjavík
Hraunbæ 119
110 Reykjavík