Flutningastarfsmaður - Aukavinna

  • Landspítali
  • Ísland
  • 17/05/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Viltu komast í lifandi aukavinnu sem veitir góða hreyfingu, býður upp á mikil og góð samskipti og þar sem þú ræður vinnutímanum sjálf(ur)?

Flutningaþjónusta Landspítala óskar eftir íhlaupamönnum á skrá. Þegar upp kemur mannekla þá hringjum við í íhlaupamennina okkar og athugum hvort þeir geti komið til starfa. Við höfum alltaf nokkra íhlaupamenn á skrá í einu og því geta þeir alltaf sagt nei ef þeir eru uppteknir eða komast ekki þann daginn. Binding er því lítil. Þar sem eingöngu er kallað í íhlaupamenn þegar á þarf að halda þá erum við eingöngu að tala um dag og dag og með misjöfnu millibili. Þó geta komið upp tímabil þar sem við þurfum íhlaupamenn nokkra daga í röð.

Starfið felst aðallega í léttum flutningum innan veggja spítalans. Aðallega er verið að sendast með sýni, sjúklinga, póst og blóðeiningar en einnig er um að ræða þrif og uppábúning rúma.

Vinnutími getur verið á bilinu 8:00 - 18:00 virka daga og 9:00 - 16:00 um helgar. Ýmist er unnið á LSH Hringbraut og LSH Fossvogi. Um er að ræða tímavinnustarf og eingöngu greitt fyrir unna tíma.
Í flutningaþjónustunni er góður andi og við vinnum öll saman að mikilvægri þjónustu við deildir spítalans.

Helstu verkefni og ábyrgð » Ýmsir léttir flutningar um spítalann
» Rúmaþjónusta
» Beiðnamóttaka og útdeiling verkefna
» Akstur spítalaskutlunnar í afleysingum af og til
» Þátttaka í teymisvinnu

» Ýmsir léttir flutningar um spítalann
» Rúmaþjónusta
» Beiðnamóttaka og útdeiling verkefna
» Akstur spítalaskutlunnar í afleysingum af og til
» Þátttaka í teymisvinnu

Hæfnikröfur » Við leitum að heilsuhraustum og jákvæðum starfsmönnum
» Framúrskarandi þjónustulund
» Lipurð í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna í hóp
» Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg
» Almenn ökuréttindi

» Við leitum að heilsuhraustum og jákvæðum starfsmönnum
» Framúrskarandi þjónustulund
» Lipurð í mannlegum samskiptum og á auðvelt með að vinna í hóp
» Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg
» Almenn ökuréttindi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Starfið er laust nú þegar. Þeir sem hafa áhuga eru velkomnir í heimsókn og geta fengið að kynnast vinnustaðnum og starfinu áður en þeir taka ákvörðun.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 10 - 25% Umsóknarfrestur 04.06.2018 Nánari upplýsingar Geir Þórðarson, geirtho@landspitali.is, 825 5177 LSH Flutningar H Hringbraut 101 Reykjavík