Starfsmaður í lyfjadreifingu

  • Landspítali
  • Ísland
  • 17/05/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Þjónustudeild rekstrarsviðs Landspítala óskar eftir mjög nákvæmum og samviskusömum starfsmanni í lyfjadreifingu á spítalanum við Hringbraut. Vinnutími er 8:00 - 16:00 virka daga.
Meginhlutverk er umsjón vökvalagers (taka á móti nýjum birgðum, raða í hillur og tiltekt pantana) og dreifing á lyfjum til deilda spítalans.

Í starfinu felast mikil samskipti við starfsmenn sjúkrahússapóteks og starfsmenn deilda spítalans. Viðkomandi þarf að vera í góðu líkamlegu ásigkomulagi því í starfinu felst nokkur burður (uppröðun í hillur og tiltekt pantana) og labb um ganga spítalans.

Helstu verkefni og ábyrgð » Umsjón vökvalagers
» Dreifing lyfja til deilda spítalans
» Aðrir tilfallandi flutningar eftir þörfum hverju sinni

» Umsjón vökvalagers
» Dreifing lyfja til deilda spítalans
» Aðrir tilfallandi flutningar eftir þörfum hverju sinni

Hæfnikröfur » Jákvætt viðmót, góð samskiptahæfni og mikil þjónustulund
» Góð íslenskukunnátta
» Nákvæmni, skipulagshæfileikar og samviskusemi
» Góð almenn tölvukunnátta

» Jákvætt viðmót, góð samskiptahæfni og mikil þjónustulund
» Góð íslenskukunnátta
» Nákvæmni, skipulagshæfileikar og samviskusemi
» Góð almenn tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Starfið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 04.06.2018 Nánari upplýsingar Geir Þórðarson, geirtho@landspitali.is, 825 5177 LSH Flutningar H Hringbraut 101 Reykjavík