Fjölhæfur starfsmaður í flutningaþjónustu

  • Landspítali
  • Ísland
  • 18/05/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Þjónustudeild rekstrarsviðs Landspítala óskar eftir öflugum liðsmanni í flutningaþjónustu sína á Hringbraut. Um er að ræða dagvinnustarf virka daga frá kl. 7-15.
Þjónustudeildin hefur það markmið að létta sem flestum óklínískum verkum af deildum spítalans. Í flutningaþjónustuhlutanum sjáum við um flesta flutninga til og frá deildum, m.a. flutninga á sjúklingum, sýnum, pósti, blóðeiningum, lyfjum, vökvum, birgðum, sorpi o.fl.

Hlutverk starfsmannsins verður að sinna ákveðnum föstum flutningaverkefnum yfir daginn en þess á milli að hjálpa til þar sem á þarf að halda í þjónustunni hverju sinni. Starfið felst að hluta í akstri sendibíls af millistærð og er því nauðsyn að hafa bílpróf. Starfið ef afar fjölbreytt og krefst mikillar þjónustulundar, samskiptahæfni og frumkvæðis.

Í flutningaþjónustunni er afar góður starfsandi og við störfum eftir þjónustustefnu með það að markmiði að veita viðskiptavinum okkar trausta og áreiðanlega þjónustu sem einkennist af umhyggju, fagmennsku, öryggi og framþróun.

Helstu verkefni og ábyrgð » Flutningur sjúklinga, bæði innan lóðar og innan veggja spítalans
» Flutningur á vörum, pósti, tækjum og súrefnishylkjum á milli bygginga.
» Flutningur tækja og áhalda í viðgerð og til baka.
» Aðstoð við önnur verkefni flutningaþjónustunnar eftir þörfum hverju sinni.

» Flutningur sjúklinga, bæði innan lóðar og innan veggja spítalans
» Flutningur á vörum, pósti, tækjum og súrefnishylkjum á milli bygginga.
» Flutningur tækja og áhalda í viðgerð og til baka.
» Aðstoð við önnur verkefni flutningaþjónustunnar eftir þörfum hverju sinni.

Hæfnikröfur » Lipurð í mannlegum samskiptum, vandvirkni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
» Framúrskarandi þjónustulund
» Góð íslenskukunnátta
» Almennt ökuskírteini

» Lipurð í mannlegum samskiptum, vandvirkni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
» Framúrskarandi þjónustulund
» Góð íslenskukunnátta
» Almennt ökuskírteini

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 04.06.2018 Nánari upplýsingar Geir Þórðarson, geirtho@landspitali.is, 825 5177 LSH Flutningar H Hringbraut 101 Reykjavík