Skrifstofumaður - ADHD teymi á göngudeild geðsviðs.

  • Landspítali
  • Ísland
  • 18/05/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Meginverkefni ADHD teymis er að sinna greiningum og meðferð fullorðinna frá 18 ára aldri. Teymið samanstendur af hópi lækna og sálfræðinga, auk ritara. Teymisstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri teymisins.

Við viljum ráða þjónustulipran einstakling með framúrskarandi samskiptahæfni, tölvukunnáttu og áhuga á skimun og greiningu ADHD. Unnið er virka daga frá kl. 8-16. Æskilegt að umsækjandi geti hafið starf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Móttaka tilvísana í ADHD teymið og umsjón biðlista
» Fyrirlögn ADHD skimunarlista við aðstandendur og úrvinnsla og skráning niðurstaðna
» Viðtalsbókanir og símsvörun
» Umsjón teymisfundar og fundargerð
» Skráning og talning starfssemistalna

» Móttaka tilvísana í ADHD teymið og umsjón biðlista
» Fyrirlögn ADHD skimunarlista við aðstandendur og úrvinnsla og skráning niðurstaðna
» Viðtalsbókanir og símsvörun
» Umsjón teymisfundar og fundargerð
» Skráning og talning starfssemistalna

Hæfnikröfur » Faglegur metnaður, þjónustulipurð og framúrskarandi samskiptahæfni
» Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð eru skilyrði
» Góð íslenskukunnátta og tölvufærni þ.m.t. í excel og powerpoint
» Kunnátta í SÖGU-kerfi og Heilsugátt er æskileg
» Háskólapróf sem nýtist í starfi

» Faglegur metnaður, þjónustulipurð og framúrskarandi samskiptahæfni
» Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð eru skilyrði
» Góð íslenskukunnátta og tölvufærni þ.m.t. í excel og powerpoint
» Kunnátta í SÖGU-kerfi og Heilsugátt er æskileg
» Háskólapróf sem nýtist í starfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 80% Umsóknarfrestur 08.06.2018 Nánari upplýsingar Helga Sif Friðjónsdóttir, helgasf@landspitali.is, 543 4600 Sigurlín Hrund Kjartansdóttir, sigurlhk@landspitali.is, 825 3717 LSH Göngudeild geðsviðs Hringbraut 101 Reykjavík