Skólaliði í mötuneyti og ræstingu - Norðlingaskóli

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavík, Ísland
  • 18/05/2018
Fullt starf Skrifstofustörf

Um starfið

Norðlingaskóli - Almennt

Norðlingaskóli óskar eftir að ráða skólaliða í blandað starf í mötuneyti og ræstingar í 100% starf frá og með 01.08.18. Norðlingaskóli er heildstæður grunnskóli, staðsettur í einstöku umhverfi. Stefna og starf Norðlingaskóla grundvallast á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búinn námsskilyrði svo hann megi þroskast og dafna á eigin forsendum og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og lífsglaður einstaklingur.

Áhersla er m.a. á náið samráð við foreldra, samkennslu árganga, smiðjuvinnu, nýbreytni og skólaþróun. Allt skólastarf byggir á teymisvinnu starfsfólks. Þá leggur skólinn mikla áherslu á að vera í nánum tengslum við grenndarsamfélagið.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoða í mötuneyti við undirbúning, afgreiðslu og frágang.
  • Sjá um daglega ræstingu samkvæmt vinnuskipulagi.

Hæfniskröfur

  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Snyrtimennska og nákvæmni.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 30.5.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sif Vígþórsdóttir í síma 411 7640 og tölvupósti sif.vigthorsdottir@rvkskolar.is.

Norðlingaskóli
Árvaði 3
110 Reykjavík