Umsjónarmaður skólahúsnæðis - Húsaskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 23/05/2018
Fullt starf Skrifstofustörf

Um starfið

Húsaskóli - Almennt

Húsaskóli auglýsir eftir umsjónarmanni skólahúsnæðis frá 1. ágúst 2018. Um er að ræða 100% starf.

Húsaskóli er Dalhúsum 41 í Grafarvogi. Í skólanum eru um 165 nemendur í 1. - 7. bekk og 32 starfsmenn. Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreytt vinnubrögð sem stuðla að jákvæðum liðsanda, vellíðan og árangri nemenda.

Leitað er að einstaklingi sem hefur reynslu af verkstjórn og umsjón fasteigna en hefur jafnframt óbilandi trú á börnum, áhuga á menntun þeirra og velferð og er tilbúinn til að taka þátt í að móta metnaðarfullt skólastarf.

Umsókn fylgi ferilskrá, viðeigandi vottorð um menntun og annað er málið varðar.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • • Er næsti yfirmaður skólaliða og verkstýrir þeim.
 • • Ber ábyrgð á ræsingu og hreingerningu innan húss sem og innkaupum á ræstivörum.
 • • Fylgist með ástandi húss og muna og annast minniháttar viðhald og lagfæringar.
 • • Sinnir samskiptum við iðnaðarmenn og verktaka sem eru að störfum í húsinu eða á lóð.
 • • Er tengiliður við skrifstofu framkvæmda og viðhalds.

Hæfniskröfur

 • • Sveinspróf eða stúdentspróf og/eða reynsla af stjórnun.
 • • Þekking á verklegum framkvæmdum og áætlanagerð.
 • • Jákvæðni og lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
 • • Snyrtileg, skipulögð og fagleg vinnubrögð.
 • • Áhugi á að vinna með börnum.
 • • Sjálfstæði, frumkvæði og drifkraftur í starfi.
 • • Tölvukunnátta sem nýtist í starfi.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 6.6.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Bjarney Elíasdóttir í síma 6648252 og tölvupósti asta.bjarney.eliasdottir@rvkskolar.is.

Húsaskóli
Dalhúsum 41
112 Reykjavík