Byggðatækni

  • VSÓ ráðgjöf
  • 25/05/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

VSÓ leitar að verkfræðingum og tæknifræðingum til starfa við hönnun vega, gatna, veitukerfa og jarðtækni.Við leitum að áhugasömu fólki sem býr yfir:

  • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði. M.Sc. gráða er kostur.
  • Góðri þekkingu á Autocad Civil 3D ásamt almennum forritum tengdum fagsviðunum.
  • Góðri kunnáttu í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli.
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • A.m.k. 3ja ára starfsreynsla er  skilyrði.

Starfið felst einkum í hönnun vega, gatna og stíga og veitukerfa tengdum þeim, hönnunar á sjálfstæðum veitukerfum, fjölbreyttri jarðtæknihönnun, almennri ráðgjöf, áætlanagerð og þátttöku í framkvæmdaeftirliti.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Byggðatækni.