Waldorfskólinn Sólstafir í Reykjavík auglýsir lausar stöður skólaárið 2018-2019

  • Sólstafir
  • 25/05/2018
Fullt starf / hlutastarf Kennsla Önnur störf Umönnun og aðstoð

Um starfið

Við óskum eftir samstarfi við öfluga kennara sem hafa áhuga á að starfa í hvetjandi og hugvekjandi skólaum- hverfi þar sem sjálfstæð vinnubrögð, nýsköpun og listrænir kennsluhættir fá að njóta sín.


Staða raungreinakennara í 70-100 % stöðu

Menntunar og hæfniskröfur:

  •  Starfsleyfi grunnskólakennara 
  • Fagmenntun í raungreinum æskileg sem og áhugi á framþróun í skólastarfi


Staða waldorfkennara við skólann

Menntunar og hæfniskröfur: 

  • Starfsleyfi grunnskólakennara
  • MA í Waldorf kennslufræðum. 
  • Sérkennslumenntun æskileg

Waldorfleikskólinn Sólstafir óskar einnig eftir að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk á leikskólann í Sóltúni 6.


Nánari upplýsingar um störfin og umsóknir á solstafir@waldorf.is og í sima 5771110