Verkefnastjóri ástands- og bilanagreininga í raforkukerfum

  • RST Net
  • Hafnarfjörður, Ísland
  • 17/07/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Ráðgjafar Sérfræðingar

Um starfið

Verkefnisstjóri í ástands- og bilanagreiningum í raforkukerfum

Starfslýsing:

Starfið felst í verkumsjón á ástands- og bilanagreiningu með mælingum á aflstrengjum, aflrofum og aflspennum í veitukerfum. Auk ítarlegra mælinga felst greiningarvinnan í túlkun á niðurstöðum mælinga og vandaðri skýrslugerð.  
Bein samskipti við viðskiptavini í verkum og ráðgjöf um eftirfylgni og aðgerðir í framhaldi af undangenginni greiningarvinnu.
Umsjón með viðhaldi og uppfærslum á mælibúnaði til ástands- og bilanagreininga. Bein samskipti við framleiðendur mælibúnaðar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Ástands- og bilanagreining aflstrengja í rafveitukerfum. 
Fagleg ábyrgð á mælingum, öryggi tengdri þeirri vinnu og gæðastýringu.
Vistun og umsýsla gagna úr mælingum.  
Öflun þekkingar á mælitækni í strengkerfum

Hæfnikröfur:

Tækni- eða verkfræðingur með BSc gráðu á rafmagnssviði.
Kostur ef umsækjandi er að auki með sveinspróf í rafmagnsiðn. 
Þekking á mælitækni í kraftrásum raveitukerfa.
Þekking á rekstri rafveitukerfa kostur.
Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum.
Reglusemi, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Umsóknir berist á rst@rst.is eða kt@rst.is

RST Net ehf er framleiðslu-. þjónustu – og verktakafyrirtæki í raforkuiðnaði og eru helstu viðskiptavinir þess framleiðendur, flutnings- og dreifingaraðilar raforku auk stórðju.