Forstöðumaður Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu

  • Heilsugæslan
  • 01/06/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Stjórnendur

Um starfið

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar á landsvísu. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfileika. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2018.

Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu. Þróunarmiðstöð vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Ber ábyrgð á áætlanagerð, fjármálum, mannahaldi og rekstri Þróunarmiðstöðvar
- Hefur forystu á sviði þróunar og vísindarannsókna og stuðlar að aukinni sérþekkingu á sviði heilsugæslu
- Er leiðandi í að samræma og efla gæði heilsugæsluþjónustu á landsvísu 
- Ber ábyrgð á þróun og samhæfingu gæða- og árangursvísa
- Hefur forystu varðandi þróun verkferla og klínískra leiðbeininga

Hæfnikröfur
- Háskólamenntun á heilbrigðissviði 
- Þekking og reynsla af starfi innan heilsugæslunnar
- Reynsla af vísindavinnu, gæðaþróun, verkefnastjórnun og kennslu 
- Þekking, reynsla og hæfni á sviði stjórnunar og reksturs
- Áhugi á og hæfni til að leiða þverfaglegan hóp heilbrigðisstarfsmanna
- Reynsla af forystu í þróunarverkefnum er kostur
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð hæfni til tjáningar í ræðu og riti
- Góð enskukunnátta, kunnátta í Norðurlandatungumáli er æskileg

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun. 

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 25.06.2018

Nánari upplýsingar veitir
Svanhvít Jakobsdóttir - svanhvit.jakobsdottir@heilsugaeslan.is - 585-1300