Sérfræðingur í skjalastjórnun

  • Ríkisskattstjóri
  • 01/06/2018
Fullt starf Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Skjalastjórnun

Ríkisskattstjóri er í fararbroddi innleiðingar rafrænnar stjórnsýslu. Helstu verkefni embættisins eru álagning opinberra gjalda, skatteftirlit og að halda lögbundnar skrár en að auki er embættinu falið að sinna ýmsum sérverkefnum til lengri eða skemmri tíma, nú síðast verkefni tengdu ráðstöfun séreignarsparnaðar til kaupa á fyrstu íbúð.

Meginstefna ríkisskattstjóra í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu á milli stofnunar og starfsmanna og starfsmanna sín í milli. Vinnustaðurinn er fjölmennur og dreifist starfsemin á átta starfsstöðvar um landið. Ríkisskattstjóri er þátttakandi í tilraunaverkefni á vegum Velferðarráðuneytisins um styttingu vinnuvikunnar í 36 stundir.

Öflugum og jákvæðum einstaklingi gefst nú tækifæri til að ganga til liðs við skráningarhóp fjármálasviðs á aðalskrifstofu embættisins í Reykjavík. Í starfinu reynir á öguð vinnubrögð, samskiptahæfni og fagmennsku þar sem skjalavörslu og skjalastefnu er sinnt.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Ábyrgð og umsjón með þróun og eftirfylgni skjalastefnu og verklags við rafræna skjalastjórnun
- Umsjón með móttöku, skráningu, varðveislu og miðlun skjala
- Ráðgjöf og stuðningur um skjölun við samstarfsmenn
- Umsjón með bókasafni embættisins
- Almenn skrifstofustörf

Hæfnikröfur

- Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. í bókasafns- og upplýsingafræði
- Þekking og farsæl reynsla af skjalastjórnun nauðsynleg
- Þekking á skjalavörslu ríkisstofnana og umgjörð opinberra skjalasafna er kostur
- Fáguð framkoma, jákvæðni, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi
- Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Góð tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

  • Vinnutími: Dagvinna
  • Starfshlutfall: 100%
  • Starfssvið: Sérfræðingar, aðrir
  • Launaskilmálar: viðkomandi stéttarfélag

Umsóknir skulu fylltar út á rsk.is/starf eða á Starfatorgi. Ferilskrá sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum um störf hjá ríkisskattstjóra kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, inn í heildstætt mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa.

Gildi ríkisskattstjóra eru fagmennska, jákvæðni og samvinna. Frekari upplýsingar um embættið má finna á vefsíðunni rsk.is.

Nánari upplýsingar veitir

RSK fjármálasvið, þjónustudeild

Laugavegur 166

Sækja um starf