Sérfræðingur í launalausnum

 • Origo
 • 01/06/2018
Fullt starf Skrifstofustörf

Um starfið

Viðskiptalausnir Origo leita að lausnamiðuðum einstaklingi með brennandi áhuga á launamálum sem hefur metnað og hæfni til að taka þátt í að gera okkar frábæru launalausnir enn betri.

Helstu verkefni:

 • Innleiðing á launalausnum Origo hjá nýjum viðskiptavinum
 • Þjónusta og ráðgjöf til núverandi viðskiptavina
 • Þátttaka í þróun og útfærslu á nýjum lausnum

Hæfniskröfur:

 • Góð reynsla og þekking af launavinnslu og launabókhaldi er skilyrði
 • Góð greiningarhæfni og geta til að leysa úr flóknum úrlausnarefnum
 • Þekking á Kjarna, SAP eða öðrum sambærilegum kerfum er kostur
 • Nákvæm og öguð vinnubrögð
 • Góð almenn tæknikunnátta og færni á Excel
 • Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
 • Góð samskiptarhæfni og mikil þjónustulund

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf.

Sótt er um starfið hér á vef Origo. Umsóknarfrestur er til og með 29. maí 2018. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Kristinn Ögmundsson forstöðumaður mannauðs- og launlausna, sko@origo.is