Starfsmaður Dýraverndarsambands Íslands

 • Dýraverndarsamband Íslands
 • Grensásvegur, Reykjavík, Ísland
 • 01/06/2018
Hlutastarf Sérfræðingar Skrifstofustörf Stjórnendur Upplýsingatækni

Um starfið


Dýraverndarsamband Íslands óskar eftir að ráða starfsmann fyrir félagið. Félagið starfar á breiðum grundvelli að aukinni velferð dýra. Um 50-70% starf er að ræða og stefnt er að auknu starfi í framtíðinni.  

Megin verkefni:

 • Umsjón með daglegum rekstri skrifstofu og heimasíðu félagsins.
 • Símsvörun og önnur samskipti við þá sem eiga erindi við félagið.
 • Greining og forgangsröðun erinda, utanumhald og eftirfylgni mála.
 • Starfsmaður aðstoðar formann við utanumhald við störf stjórnar.

Eiginleikar og hæfni:

 • Áhugi á velferð dýra er skilyrði.
 • Nákvæmni, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Mjög góð ritfærni.
 • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Útsjónarsemi og lausnamiðun.

Menntun, þekking og reynsla:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða hagnýt starfsreynsla og þekking sem hæfir.
 • Haldgóð reynsla af hagnýtri umsýslu, samskiptum og kynningarmálum.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Reynsla af miðlun upplýsinga í ræðu og riti.
 • Reynsla af starfsemi félagasamtaka er kostur.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hallgerður Hauksdóttir í síma 552 3044. Umsóknir sendist á dyravernd@dyravernd.is  ásamt ferilskrá og er umsóknarfrestur til og með 25. júní 2018. Viðkomandi geti hafið störf fljótlega og eigi síðar en í ágúst næstkomandi. Góð laun í boði fyrir rétta starfsmanninn.