Hjúkrunarfræðingur - Göngudeild skurð og lyf 10E Landspítala Hringbraut

  • Landspítali
  • Ísland
  • 05/06/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings á göngudeild 10E við Hringbraut. Starfið er laust frá 1. ágúst 2018. Við viljum ráða framsækinn og metnaðarfullan hjúkrunarfræðing í 100% dagvinnu.

Á deildinni eru sérhæfðar teymismóttökur á sviði skurð- og lyflækninga s.s. brjóstamóttaka, móttaka vegna megrunaraðgerða, ígræðslugöngudeild, sárameðferðir og innrennslismiðstöð. Þar er einnig starfrækt innskriftarmiðstöð skurðdeilda við Hringbraut.

Á deildinni er öflugur hópur reyndra hjúkrunarfræðinga og þar ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Í boði er einstaklingbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga.

Helstu verkefni og ábyrgð » Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðinga og bera ábyrgð á meðferð, samkvæmt starfslýsingu
» Þátttaka í þvegfaglegri teymisvinnu
» Samstarf með læknum og fleiri aðilum
» Viðtöl og stuðningur við skjólstæðinga

» Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð í samráði við skjólstæðinga og bera ábyrgð á meðferð, samkvæmt starfslýsingu
» Þátttaka í þvegfaglegri teymisvinnu
» Samstarf með læknum og fleiri aðilum
» Viðtöl og stuðningur við skjólstæðinga

Hæfnikröfur » Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
»Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
» Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
» Áhugi á að starfa í krefjandi og fjölbreyttu umhverfi
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

» Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
»Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
» Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
» Áhugi á að starfa í krefjandi og fjölbreyttu umhverfi
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 25.06.2018 Nánari upplýsingar Hrafnhildur L Baldursdóttir, hrafnhba@landspitali.is, 825 3728 LSH Göngudeild, almenn Hringbraut 101 Reykjavík