Deildarstjóri - Sunnufold

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 05/06/2018
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Leikskólinn Sunnufold

Við erum kannski að leita að þér því okkur vantar deildarstjóra fyrir haustið. Starfið er laust eftir samkomulagi. Leikskólinn er sjö deilda, í þrem húsum í Foldahverfi í Grafarvogi. Umhverfi leikskólans er fallegt og fjölbreytt og möguleikar margir til að nýta það í starfinu með börnunum. Lykilhugtök Sunnufoldar eru hamingja, málrækt, leikur, heilbrigði og sjálfræði, og allt starfið tekur mið að þessum hugtökum. Við notum hugmyndir um hið hæfa barn og nám sem félagslegt ferli.

Við leggjum áherslu á samstarf við foreldra. Við viljum vera skóli sem lærir með því að takast á við flókið starf og starfsumhverfi með það fyrir augum að þjónusta börn og foreldra sem best.

Um er að ræða 100% starf.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.:
 • Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni.
 • Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar.
 • Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá.
 • Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu.

Hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
 • Færni í samskiptum
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góð tölvukunnátta.
 • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 18.6.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Fanný Kristín Heimisdóttir í síma 411-3900 / 693-9846 og tölvupósti fanny.kristin.heimisdottir@reykjavik.is.

Sunnufold
Frostafold 33
112 Reykjavík