Aðstoðarskólastjóri - Húsaskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 06/06/2018
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Húsaskóli

Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Húsaskóla frá og með 1. ágúst 2018.

Húsaskóli er Dalhúsum 41 í Grafarvogi. Í skólanum eru um 165 nemendur í 1. – 7. bekk og 32 starfsmenn. Í skólanum er lögð áhersla á fjölbreytt vinnubrögð sem stuðla að jákvæðum liðsanda, vellíðan og árangri nemenda. Einkunnar orð Húsaskóla eru Ábyrgð · Virðing · Vinátta · Starfsgleði · Samvinna.

Markmið Húsaskóla er :

• Að veita góða, alhliða menntun og stuðla að þroska hvers og eins nemanda.

• Að stuðla að góðri líðan nemenda.

• Að stuðla að góðu samstarfi við foreldra.

• Að leggja áherslu á jákvætt, faglegt starfsumhverfi og starfsánægju.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, leiðtogahæfileikum og hefur góða fagþekkingu á skólastarfi og skólaþróun.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • • Ábyrgð á rekstri skólans og daglegri starfsemi sem hluti af stjórnunarteymi skólans.
 • • Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra.
 • • Leiðtogi og þátttakandi í faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
 • • Samstarf við heimili og samfélag.
 • Umsókninni fylgi yfirlit yfir nám og störf og leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari.

Hæfniskröfur

 • • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
 • • Viðbótarmenntun í stjórnun og/eða reynsla af stjórnun á grunnskólastigi.
 • • Hæfni, áhugi og reynsla til að veita faglega forystu í skólaþróunarverkefnum.
 • • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • • Góð færni í íslensku.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og LN og Kí

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 19.6.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Bjarney Elíasdóttir í síma og tölvupósti .

Húsaskóli
Dalhúsum 41
112 Reykjavík