Stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 06/06/2018
Fullt starf / hlutastarf Skrifstofustörf

Um starfið

Íbúðakjarni Þorláksgeisla 2-4

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir starfsfólki í íbúðakjarna. Í íbúðarkjarnanum búa fimm einstaklingar á aldrinum 20 til 24 ára með þroskahömlun og skyldar raskanir. Um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu og starfshlutfall er samkomulagsatriði.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Stuðningur og aðstoð við fatlað fólk við allar athafnir daglegs lífs.
 • Stuðningur og aðstoð sem gera einstaklingum kleift að búa á eigin heimili, stunda vinnu og njóta menningar og félagslífs.

Hæfniskröfur

 • Góð almenn menntun.
 • Félagsliðamenntun eða sambærileg menntun æskileg.
 • Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.
 • Íslenskukunnátta.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi.
 • Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi/verkefni undir leiðsögn fagfólks.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
 • Gerð er krafa um bílpróf.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 80%
Umsóknarfrestur: 27.6.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kjartan Ólafsson í síma 8484111 og tölvupósti kjartan.olafsson1@reykjavik.is.

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts
Þorláksgeisla 2-4
113 Reykjavík