Hitt Húsið - Frístundaleiðbeinandi í sumarstarfi

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 06/06/2018
Sumarstarf Önnur störf

Um starfið

Frístund fatlaðra - Sumar

Frístundaleiðbeinandi í sumarstarfi fyrir fatlaða í Hinu Húsinu Pósthússtræti. Starfstímabilinu lýkur 16. ágúst 2018. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Helstu verkefni og ábyrgð

 • *Skipulagning á á frístundastarfi í samvinnu við ungmenni með fötlun á aldrinum 16-20 ára.
 • *Stuðla að þroska og virkni ungmenna með fjölbreyttum verkefnum.
 • *Samráð og samvinna við ungmenni og starfsfólk.
 • *Samskipti og samstarf við foreldra/forráðamenn.

Hæfniskröfur

 • Reynsla af starfi með fötluðum er kostur.
 • Æskilegt er að viðkomandi sé orðin 20 ára.
 • Lipurð, sveigjanleiki og færni í samskiptum.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • Jákvæðni og opin fyrir nýjungum.
 • Geti unnið á jafningjagrundvelli.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 22.6.2018
Ráðningarform: Sumarstarf
Nafn sviðs: Íþrótta- og tómstundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Sóley Haraldsdóttir í síma 6955097 og tölvupósti asta.soley.haraldsdottir@reykjavik.is.

Hitt Húsið
Pósthússtræti 3-5
101 Reykjavík