Starfsmaður í mötuneyti - Ölduselsskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 06/06/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Ölduselsskóli - Almennt

Ölduselsskóli auglýsir eftir starfsmanni í mötuneyti.

Ölduselsskóli er heildstæður grunnskóli með um 460 nemendur í 1. til 10. bekk.

Einkunnarorð skólans eru færni, virðing og metnaður. Lögð er áhersla á að starfsmenn og nemendur leitist við að sýna metnað í starfi og geri kröfur til sjálfra sín, leitist við að bæta færni sína á sem flestum sviðum og beri virðingu fyrir sér, öðrum og umhverfinu.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Helstu verkefni og ábyrgð

 • • Að aðstoða yfirmann eldhússins við að undirbúa og framreiða máltíðir
 • • Ýmis tilfallandi verkefni í eldhúsi.
 • • Að sinna nemendum í leik og starfi.

Hæfniskröfur

 • • Reynsla af störfum við matargerð æskileg.
 • • Æskilegt að viðkomandi hafi lokið námi sem matartæknir.
 • • Hæfni í samskiptum.
 • • Reynsla og áhugi að starfa með börnum.
 • • Snyrtimennska, áreiðanleiki, sveigjanleiki og nákvæmni í starfi
 • • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 19.6.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Börkur Vígþórsson í síma 411-7474 og tölvupósti borkur.vigthorsson@rvkskolar.is.

Ölduselsskóli
Ölduseli 17
109 Reykjavík