Stuðningsfjölskyldur óskast

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavík, Ísland
  • 07/06/2018
Hlutastarf Önnur störf

Um starfið

Liðv.,stuðn.fjsk. og tilsjón Hvassaleiti

Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis auglýsir eftir traustum og jákvæðum einstaklingum og fjölskyldum sem geta tekið að sér að vera stuðningsforeldri/ stuðningsfjölskyldur fyrir börn í 2 til 5 sólarhringa á mánuði.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hlutverk stuðningsforeldra/stuðningsfjölskyldna er að taka í umsjá sína, í skamman tíma, fatlað barn eða barn sem býr við félagslega erfiðleika í þeim tilgangi að veita því tilbreytingu, létta álagi af fjölskyldu þess og styrkja félagslegt tengslanet.

Hæfniskröfur

  • • Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum
  • • Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
  • • Samviskusemi og heiðarleiki
  • • Reynsla af umönnun barna er æskileg
  • • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
  • Nánari upplýsingar veita Olga Björg Jónsdóttir félagsráðgjafi og Sigrún Þ. Broddadóttir í síma 411-1500 og/eða með því að senda fyrirspurnir á netfangið olga.bjorg.jonsdottir@reykjavik.is eða sigrund.thuridur.broddadotir@reykjavik.is

Frekari upplýsingar um starfið

Greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru samkvæmt verktakasamningi.

Starfshlutfall: 0%
Umsóknarfrestur: 20.6.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Olga Björg Jónsdóttir í síma 411-1500 og tölvupósti olga.bjorg.jonsdottir@reykjavik.is.

Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis
Efstaleiti 1
103 Reykjavík