Stuðningsfulltrúi í tímabundið starf

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 07/06/2018
Fullt starf Skrifstofustörf

Um starfið

Fellaskóli - Almennt

Fellaskóli auglýsir laust til umsóknar tímabundið 70-100% starf stuðningsfulltrúa 15. ágúst 2018 til 10. júní 2019.

Fellaskóli er heildstæður grunnskóli í Reykjavík þar sem um 350 nemendur stunda nám og starfsmenn eru um 70. Í skólanum er leitast við að sníða skólastarfið í samræmi við eðli og þarfir nemenda. Stuðlað er að alhliða þroska og menntun hvers og eins og stutt er við jákvæða hegðun nemenda. Í Fellaskóla er litið svo á að menningarlegur fjölbreytileiki auðgi skólastarf og lögð er áhersla á að virðing sé borin fyrir uppruna og menningu einstaklinga. Markvisst er unnið að þróun kennsluhátta, samvinnu nemenda, fjölbreytni í námsmati og eflingu skapandi starfs. Við skólann er starfrækt sérdeild fyrir einhverf börn.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að aðstoða nemendur við þátttöku í skóla- og frístundastarfi og athafnir daglegs lífs
 • Að aðstoða nemendur við að ná settum viðmiðum samkvæmt skólanámskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara
 • Að styðja nemendur í félagslegum samskiptum
 • Að fylgja nemendum í skóla, í frístundastarfi, í frímínútum og í vettvangsferðum

Hæfniskröfur

 • Áhugi á og reynsla af starfi með börnum
 • Góð almenn menntun
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 20.6.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir í síma 4117530 og tölvupósti sigurlaug.hrund.svavarsdottir@rvkskolar.is.


Norðurfelli 17-19
111 Reykjavík