Leikskólakennari - Borg

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavík, Ísland
  • 07/06/2018
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Leikskólinn Borg

Leikskólakennari óskast til starfa í leikskólann Borg.

Leikskólinn Borg er sex deilda leikskóli með tvær starfstöðvar, Arnarborg sem stendur við Maríubakka 1 og Fálkaborg sem stendur við Fálkabakka 9. Í Borg er unnið að umhverfismennt og höfum við fengið Grænfána viðurkenningu. Mörg ný og spennandi verkefni eru fram undan sem skemmtilegt verður að vinna að.

Starfið er laust nú þegar.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 21.6.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gyða Guðmundsdóttir í síma 693-9854 og tölvupósti gyda.gudmundsdottir@reykjavik.is.

Leikskólinn Borg
Maríubakka 1
109 Reykjavík