Starf á verkstæði Hertz

  • Bílaleiga Flugleiða Hertz
  • Selhella, Hafnarfjörður, Ísland og Flugvallarvegur, Reykjavík.
  • 19/06/2018
Fullt starf Bílar Iðnaðarmenn

Um starfið

Hertz bílaleiga óskar eftir vönu fólki á verkstæði sitt í Reykjavík og í Hafnarfirði.

Um tvenn störf er að ræða, annað þar sem unnið á vöktum 2,2,3 frá 8.00-18.00 á Flugvallarveginum í Reykjavík. Þar um hraðþjónustu að ræða.

Hins vegar er það verkstæði bílaleigunnar í Selhellu Hafnarfirði og er þar unnið á virkum dögum frá 8.00-17.00.  Þar er um viðgerðir að ræða jafnt stórar sem smáar. 

Hæfniskröfur eru:

Bílpróf

Þekking og reynsla af bílum og viðhaldi þeirra

Reynsla af smærri eða stærri viðgerðum bíla

Próf í bifvélavirkjun er kostur en ekki skilyrði

Nemar í bifvélavirkjun eru sérstaklega hvattir til að sækja um

Ef þú vilt starfa í lifandi umhverfi í ört stækkandi fyrirtæki ertu hvött/hvattur til að senda umsókn ásamt ferilskrá á atvinna@hertz.is