Sérkennslustjóri - Blásalir

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 10/06/2018
Fullt starf / hlutastarf Önnur störf

Um starfið

Leikskólinn Blásalir

Leikskólinn Blásalir auglýsir starf sérkennslustjóra laust til umsóknar.

Blásalir er fjögurra deilda leikskóli við Brekknaás í Árbæ. Áhersla er lögð á útiveru, skapandi starf og gleði. Leikskólinn er með Grænfánann og eru græn gildi og útikennsla einkennandi fyrir starfið. Uppeldisstefna skólans er að miklu leiti byggð á kenningu John Dewey um nám barna. Einnig byggir hún á lögum, aðalnámskrá og þeim lífsgildum sem starfsfólk hefur komið sér saman um að leggja til grundvallar starfi sínu.

Um er að ræða 50-75% framtíðarstarf sem er laust frá 9. ágúst.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Yfirumsjón með skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
 • Yfirumsjón með gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa.
 • Yfirumsjón með samskiptum við foreldra, sérkennsluráðgjafa og aðra sem koma að sérkennslu.
 • Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn.
 • Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.

Hæfniskröfur

 • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg.
 • Reynsla af sérkennslu.
 • Þekking og reynsla af atferlisþjálfun æskileg.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Tölvukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 75%
Umsóknarfrestur: 21.6.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Elíasdóttir í síma 6939865 og tölvupósti margret.eliasdottir@reykjavik.is.

Leikskólinn Blásalir
v/Brekknaás
110 Reykjavík