Skólastjóri - Ölduselsskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 13/06/2018
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Ölduselsskóli

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skólastjóra við Ölduselsskóla.

Ölduselsskóli er heildstæður grunnskóli í Breiðholti með um 460 nemendur í 1.-10. bekk. Einkunnarorð skólans eru færni, virðing og metnaður og áhersla er lögð á að starfsmenn og nemendur sýni metnað í starfi, geri kröfur til sjálfs sín, leitist við að bæta færni sína á sem flestum sviðum og beri virðingu fyrir sér, öðrum og umhverfinu. Skólastarfið einkennist af öflugri kennslu í bóklegum og verklegum greinum, teymiskennslu og mikilli samvinnu kennara sem miðar að því að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, styrkja samskipti innan nemendahópsins og skapa metnaðarfullt námsumhverfi án aðgreiningar. Unnið er eftir Olweusaráætluninni gegn einelti og verið er að innleiða Uppbyggingarstefnuna - uppeldi til ábyrgðar. Ölduselsskóli tekur þátt í þróunarverkefnunum "Heilsueflandi Breiðholt" og "Læsi allra mál". Skólinn státar af fjölmenningarlegu umhverfi og við skólann starfar öflugt foreldrafélag með langa sögu.

Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn.

Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, upplýsingar um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar.

Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2018.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnu Reykjavíkurborgar.
 • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
 • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
 • Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins.

Hæfniskröfur

 • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
 • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi.
 • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
 • Stjórnunarhæfileikar.
 • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
 • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun.
 • Lipurð og hæfni í samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Skólastjórafélags Íslands.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 26.6.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Soffía Vagnsdóttir í síma 411-1111 og tölvupósti soffia.vagnsdottir@reykjavik.is.

Ölduselsskóli
Ölduseli 17
109 Reykjavík