Stuðningsfulltrúi - Vogaskóli

  • Reykjavíkurborg
  • Reykjavík, Ísland
  • 13/06/2018
Fullt starf / hlutastarf Önnur störf

Um starfið

Vogaskóli - Sérhæfðar sérdeildir

Vogaskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 75% starf í sérdeild

Vogaskóli er heildstæður grunnskóli með rúmlega 300 nemendur og um 50 starfsmenn. Þar er einnig sérdeild fyrir einhverfa nemendur. Unnið er samkvæmt uppbyggingarstefnunni og í skólanum ríkir jákvæður skólabragur sem einkennist af virðingu, samkennd, samvinnu, gleði og ábyrgð.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • - Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og þátttöku í skólastarfi.
  • - Aðstoða nemendur í félagslegum samskiptum undir leiðsögn kennara og deildarstjóra sérkennslu.
  • - Aðstoða nemendur við að ná settum viðmiðum samkvæmt námskrá undir leiðsögn kennara.

Hæfniskröfur

  • - Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • - Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • - Áhugi á að vinna með börnum.
  • - Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Starfshlutfall: 75%
Umsóknarfrestur: 25.6.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Snædís Valsdóttir í síma 411 7373 og tölvupósti snaedis.valsdottir@rvkskolar.is.

Vogaskóli
v/ Skeiðarvog
104 Reykjavík