Mannauðsráðgjafi

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 13/06/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Mannauðsdeild

Mannauðsdeild auglýsir laust starf mannauðsráðgjafa.

Mannauðsdeild hefur yfirumsjón með mannauðsmálum Reykjavíkurborgar, hefur forystu með stefnumótun og veitir borgaryfirvöldum ráðgjöf í þeim efnum. Deildin sinnir mannauðsþjónustu fyrir miðlæga stjórnsýslu og vinnur að margs konar þróunarverkefnum bæði innan borgar og utan. Deildin hefur einnig umsjón og eftirlit með framkvæmd starfsmannastefnu, gerð starfsþróunaráætlana, stjórnendafræðslu, starfsmats og gerð viðhorfskönnunar. Mannauðsdeild leggur áherslu á góða og stöðuga samvinnu við mannauðsþjónustur fagsviða Reykjavíkurborgar. Mannauðsdeild er staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ráðgjöf og þjónusta við stjórnendur í mannauðskerfi Reykjavíkurborgar.
 • Umsjón með ráðningum starfsmanna með skerta starfsgetu.
 • Umsjón og ráðgjöf með ráðningum.
 • Þátttaka í uppbyggingu afleysingastofu ásamt öðrum verkefnum.

Hæfniskröfur

 • Háskólagráða á sviði mannauðsmála, vinnusálfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af ráðningum æskileg.
 • Reynsla af mannauðskerfum æskileg og góð tölvukunnátta
 • Sveigjanleiki og þjónustulund.
 • Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
 • Kunnátta í ensku og fleiri tungumálum kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélagi.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 26.6.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skr. borgarstj. & borgarritara

Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Björgvinsdóttir í síma 411 1111 og tölvupósti audur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is.


Tjarnargötu 11
101 Reykjavík