Umsjónarkennari á yngsta stigi - Breiðholtsskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Reykjavík, Ísland
 • 13/06/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn

Um starfið

Breiðholtsskóli

Breiðholtsskóli leitar að öflugum umsjónarkennara á yngsta stig skólans.

Breiðholtsskóli er heildstæður grunnskóli með um 390 nemendur í 1. til 10. bekk. Einkunnarorð skólans eru ábyrgð traust og tillitssemi.

Skólinn er skipulagður með þeim hætti að kennarar vinna saman í teymum í tilteknum árgöngum og fögum. Í skólanum er unnið að því að efla fjölbreytni í kennsluháttum þar sem skólinn reynir að koma til móts við ólíkar þarfir og áhuga nemenda. Lögð er áhersla á að auðga list- og verkgreinar, samþættingu bóknámsgreina og upplýsingamennt á öllum stigum. Í skólanum er lagt upp með jákvæða hegðun, skýr viðmið og unnið er eftir PBS hegðunarkerfinu. Í skólanum lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti eins og Byrjendalæsis, Læsi til náms, Pals og þemanám. Breiðholtsskóli tekur þátt í þróunarverkefninu ,,Heilsueflandi Breiðholt" og ,,Læsi allra mál" ásamt öðrum leik- og grunnskólum í Breiðholti. Allir kennarar yngsta stigs sækja námskeið í Byrjendalæsi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • - Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
 • - Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
 • - Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • - Vinna samkvæmt stefnu skólans í PBS sem er stuðningur við jákvæða hegðun.
 • - Vinna að samþættingu bóklegra námsgreina og upplýsingamenntar.

Hæfniskröfur

 • - Leyfisbréf grunnskólakennara.
 • - Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
 • - Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
 • - Faglegur metnaður.
 • - Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • - Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 26.6.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónína Ágústsdóttir í síma 411 7450 og tölvupósti jonina.agustsdottir@rvkskolar.is.

Breiðholtsskóli
Arnarbakka 1-3
109 Reykjavík