HJÚKRUNARFRÆÐINGAR

  • SÁÁ
  • Vogur hospital sáá, Stórhöfði, Reykjavík, Ísland
  • 22/06/2018
Vaktavinna Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings við Sjúkrahúsið Vog að Stórhöfða 45. Starfshlutfall er
samkomulagsatriði. Um er að ræða þrískiptar vaktir og unnið aðra til þriðju hverja helgi. Næturvaktir eru hluti af starnu en einnig kemur til greina að ráða hjúkrunarfræðing sem vinnur eingöngu næturvaktir.

Staðan er laus frá 1. ágúst 2018.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Hjúkrun sjúklinga í afeitrun
  • Þátttaka í teymisvinnu ásamt sjúkraliðum, áfengis- og vímuefnaráðgjöfum, sálfræðingum og læknum

Menntun og hæfniskröfur

  • Réttindi til að starfa sem hjúkrunarfræðingur á Íslandi
  • Áhugi á hjúkrun áfengis- og vímuefnasjúklinga
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð

Kjör fara eftir kjarasamningi SFV og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skal skilað á Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, 110 Reykjavík, merkt: Hjúkrunarfræðingur eða í tölvupósti á netfangið thora@saa.is eigi síðar en 1. ágúst 2018.

Nánari upplýsingar veitir Þóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu Vogi í síma
530 7600, netfang: thora@saa.is