Kokkur eða Matráður

  • Hjallastefnan
  • Sandgerði, Ísland
  • 22/06/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Veitingastaðir Önnur störf

Um starfið

Leikskólinn Sólborg í Sandgerði auglýsir eftir körlum og konum til starfa. Við leitum að kokki eða matráði í eldhúsið okkar.

Matreitt er fyrir ca. 120 nemendur og 30 starfsmenn.

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi sem er tilbúinn að stýra eldhúsinu. Í boði er áhugavert og krefjandi starf fyrir einstakling með metnað fyrir matargerð og heilbrigðum lífsstíl. Í skólum Hjallastefnunnar er mikið lagt upp úr gæðum og hollustu matar, heilbrigði og vellíðan. Ráðið verður í stöðuna sem fyrst.

Um er að ræða framtíðarstarf.

Frekari upplýsingar fást hjá skólastýru Hulda Björk Stefánsdóttir í síma 423-7620 eða með því að senda tölvupóst í netfangið solborg@hjalli.is.

Skólar Hjallastefnunnar starfa að sameiginlegum markmiðum eftir sömu hugmyndafræði en sjálfstæði hvers skóla er mikið. Jafnréttisuppeldi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir hugmyndafræðinnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska komandi kynslóða.