Forstöðumaður rannsóknastofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum

  • Landspítali
  • Fossvogi, 108 Reykjavík
  • 25/06/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta Skrifstofustörf

Um starfið

Starf forstöðumanns rannsóknastofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum er laust til umsóknar. Starfshlutfall er 80-100% og veitist starfið frá 1. september 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9. gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda.

Rannsóknastofan er miðstöð rannsókna í bráðafræðum sem tekur til heilbrigðis, félagslegra þátta, forvarna og annars er eflir heilsutengd lífsgæði. Hlutverk rannsóknastofunnar er að efla og styðja við klínískar rannsóknir á sviði bráðafræða, notkun gagnreyndrar þekkingar í klínísku starfi og forvarnarnir með því að bæta aðstöðu og veita aukna þjónustu og aðstoð við vísindamenn. Rannsóknarstofan tilheyrir flæðisviði Landspítala.

Viðfangsefni rannsóknastofunnar
» Efla og samræma rannsóknir í bráðafræðum
» Efla forvarnarstarf með rannsóknum
» Vera vettvangur fyrir rannsóknaverkefni í bráðafræðum
» Efla kennslu og fræðslu í bráðafræðum með öflugri rannsóknastarfsemi
» Hafa samráð við aðrar rannsóknastofur og aðila sem tengjast rannsóknum í bráðafræðum eða forvörnum
» Hafa samráð við Vísindadeild Landspítala og aðrar rannsóknarstofur innan og utan Landspítala, um samnýtingu gagna, aðfanga og aðstöðu, þegar það á við

Helstu verkefni og ábyrgð » Skipulag og uppbygging rannsóknarstofunnar
» Hagnýting rannsóknaniðurstaðna
» Fylgja eftir tækifærum á sviði nýsköpunar í tengslum við rannsóknir
» Daglegur rekstur

» Skipulag og uppbygging rannsóknarstofunnar
» Hagnýting rannsóknaniðurstaðna
» Fylgja eftir tækifærum á sviði nýsköpunar í tengslum við rannsóknir
» Daglegur rekstur

Hæfnikröfur » Doktorspróf eða sambærileg menntun á sviði heilbrigðis- eða lífvísinda
» Reynsla af rannsóknarstarfi
» Hæfni og geta til að vinna í teymi
» Leitað er að einstaklingi sem er skipulagður, hugmyndaríkur, framsækinn og hefur getu til að vinna sjálfstætt og er sterkur í miðlun og tjáningu
» Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfshæfileikar eru skilyrði

» Doktorspróf eða sambærileg menntun á sviði heilbrigðis- eða lífvísinda
» Reynsla af rannsóknarstarfi
» Hæfni og geta til að vinna í teymi
» Leitað er að einstaklingi sem er skipulagður, hugmyndaríkur, framsækinn og hefur getu til að vinna sjálfstætt og er sterkur í miðlun og tjáningu
» Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfshæfileikar eru skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu og vísindavinnu. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með framtíðarsýn umsækjenda varðandi starfið auk rökstuðnings fyrir hæfni. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum.

Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast til Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs, C-13 Landspítala Fossvogi fyrir 1. ágúst 2018.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 80 - 100% Umsóknarfrestur 01.08.2018 Nánari upplýsingar Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, gudrakel@landspitali.is, 543 2270 LSH Skrifstofa flæðisviðs Fossvogi 108 Reykjavík