Skipulags- og byggingarfulltrúi / Sviðsstjóri framkvæmda- og þjónustusviðs

 • Intellecta
 • 29/06/2018
Fullt starf Hönnun/Arkitektúr Sérfræðingar

Um starfið

Laust er til umsóknar starf skipulags- og byggingarfulltrúa sem jafnframt er sviðsstjóri framkvæmda- og þjónustusviðs Rangárþings eystra. Um er að ræða fjölbreytt starf í sveitarfélagi þar sem mikil uppbygging á sér stað.

Skipulags- og byggingarfulltrúi ber ábyrgð á skipulagsgerð í sveitarfélaginu í samræmi við lög nr.123/2010 og reglugerðir og á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög nr. 160/2010 og reglugerðir. Starfið heyrir undir sveitarstjóra Rangárþings eystra.

Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starfið. Skipulags- og byggingarfulltrúi / sviðsstjóri framkvæmda- og þjónustusviðs ber ábyrgð gagnvart sveitarstjóra í öllum störfum sínum og ákvörðunum.  Starfshlutfall er 100%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Konur, jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.

Upplýsingar um fyrirtækið

Í Rangárþingi eystra búa tæplega 2000 manns. Sveitarfélagið er mikið landbúnaðarhérað en jafnframt er ferðaþjónusta vaxandi atvinnugrein. Þar er að finna einstakar náttúruperlur og þekkta sögustaði eins og Þórsmörk, Tindfjöll, Eyjafjallajökull, Skógarfoss, Seljalandsfoss og Paradísarhelli. 
Sögusvið Brennu-Njáls sögu teygir sig um allt svæðið. Þar er einnig afþreying af ýmsu tagi og hentar öllum aldurshópum s.s. söfn, sýningar, sundlaugar, hestaleigur, gönguleiðir, íþróttamiðstöð, golf, gallerí, veiði o.fl. 
Hvolsvöllur er þéttbýliskjarni sveitarfélagsins og þar er stjórnsýslan ásamt grunnskóla og leikskóla, heilsugæslu, apóteki, sundlaug, íþróttahúsi, verslun, banka, veitingastöðum o.fl. Helstu atvinnuvegir eru iðnaður, verslun og þjónusta.
Nánari upplýsingar um sveitarfélagið má finna á heimasíðu þess www.hvolsvollur.is

 

Helstu verkefni

 

 • Yfirumsjón með skipulagsgerð á vegum sveitarfélagsins.
 • Eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi.
 • Yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og séruppdrátta
 • Samskipti við hönnuði, verktaka og íbúa í tengslum við framkvæmdir í sveitarfélaginu.
 • Eftirlit með framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins.
 • Ábyrgð og umsjón með útgáfu byggingaleyfa, vottorða og skráningu mannvirkja.
 • Umsjón með rekstri þjónustumiðstöðvar, eignasjóði, fráveitu og leiguíbúðum.
 • Umsjón með viðhaldi mannvirkja og eigna sveitarfélagsins.
 • Gerð fjárhagsáætlana í samvinnu við verkstjóra áhaldahúss, skrifstofustjóra og sveitarstjóra.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi t.d. byggingarfræði, verkfræði, tæknifræði eða arkitektúr.
 • Æskilegt er að umsækjandi uppfylli skilyrði 8. og 25. gr. mannvirkjalaga og 7. gr. skipulagslaga.
 • Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum bygginga- og skipulagsmálum er æskileg.
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg.
 • Góð tölvukunnátta og þekking á forritum skilyrði.
 • Reynsla af áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð.
 • Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg.
 • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni.

 

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511-1225. 
Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí 2018. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf