Persónuverndarfulltrúi óskast til starfa hjá Akraneskaupstað

 • Akraneskaupstaður
 • 29/06/2018
Fullt starf Lögfræði Ráðgjafar Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar nýja stöðu persónuverndarfulltrúa Akraneskaupstaðar. Starfið er til komið vegna nýrrar löggjafar um persónuvernd og er 100% starf, tímabundið til eins árs með möguleika á framlengingu.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

 • Innleiða nýja persónuverndalöggjöf hjá Akraneskaupstað.
 • Framfylgja stefnu Akraneskaupstaðar í persónuvernd.
 • Veita starfsmönnum Akraneskaupstaðar ráðgjöf á sviði persónuverndar.
 • Vinna að verkefnum vegna innleiðingar nýju löggjafarinnar, m.a. innri úttektir, áhættustýringu, þjálfun starfsmanna, gerð vinnsluskráa o.fl.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Þekking og/eða starfsreynsla á sviði persónuverndar er nauðsynleg.
 • Reynsla og/eða þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
 • Skilningur á öryggis- og upplýsingatæknimálum er kostur.
 • Rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Góð samskipta- og leiðtogahæfni.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júlí næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs stjornsysla@akranes.is.

Hér er sótt um starfið rafrænt í gegnum íbúagátt Akraneskaupstaðar.

Umsóknum fylgi ítarleg starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem fram koma ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins.