VERKEFNASTJÓRI Á SKIPULAGS- OG UMHVERFISSVIÐI ÓSKAST TIL STARFA

 • Akraneskaupstaður
 • 29/06/2018
Fullt starf Hönnun/Arkitektúr Sérfræðingar Upplýsingatækni

Um starfið

Akraneskaupstaður auglýsir lausa til umsóknar nýja stöðu verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði.  Starfið sem um ræðir er 100% framtíðarstarf og heyrir starfið beint undir sviðsstjóra sviðsins. 

Starfsemi sviðsins lýtur m.a. að eftirfarandi:

 • Skipulags- og byggingarmál.
 • Rekstri og framkvæmdir á fasteignum, götum, gangstéttum, stígum, opnum svæðum og stofnanalóðum í eigu Akraneskaupstaðar.
 • Umhverfismál, brunamál, dýraeftirlit, sorphreinsun, vinnuskóli og grænn flokkur.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið verkefnastjóra

 • Stýring og eftirlit með verkefnum sem honum er falið að vinna.
 • Tæknivinna og gerð útboðsgagna.
 • Skipulagsverkefni.
 • Rekstrarverkefni sem honum er falið að vinna.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, m.a. verkfræði.
 • Þekking og reynsla af cad teikniforritum ásamt færni í notkun Microsoft office hugbúnaðar.
 • Reynsla og þekking á málaflokknum er kostur.
 • Rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 26. júlí næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sigurdurp@akranes.is 

Hér er sótt um starfið rafrænt í gegnum íbúagátt Akraneskaupstaðar.Umsóknum fylgi ferilskrá ásamt greinargerð þar sem fram koma ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins.