Hjúkrunarfræðingur - Áhugavert og spennandi starf í geðhvarfateymi geðsviðs

  • Landspítali
  • Laugarásvegi 71, 104 Reykjavík
  • 01/07/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Starf hjúkrunarfræðings í geðhvarfateymi geðsviðs Landspítala er laust til umsóknar frá 1. september 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% og eingöngu dagvinna.

Geðhvarfateymi Laugarássins meðferðargeðdeildar er þverfaglegt göngudeildarteymi sem stofnað var fyrir ári síðan og er í stöðugri uppbyggingu. Teymið veitir nýgreindum einstaklingum með geðhvörf og fjölskyldum þeirra sérhæfða og gagnreynda göngudeildarmeðferð. Sú þjónusta sem veitt er í teyminu tekur mið af þörfum hvers og eins og er veitt á formi göngudeildarviðtala og hópfræðslu. Nú þegar eru starfandi í teyminu geðlæknir, félagsráðgjafi og tveir sálfræðingar, en með tilkomu hjúkrunarfræðings verður þjónustan aukin enn frekar og gefst viðkomandi tækifæri til að taka þátt í framtíðarþróun og uppbyggingu þjónustunnar.

Hjúkrunarfræðingi í teyminu gefst tækifæri til að taka þátt í greiningar- og meðferðarvinnu einstaklinga með geðhvörf og flókin vanda. Tækifæri eru til að leggja stund á rannsóknarvinnu, kennslu og handleiðslu hjúkrunarfræðinema og taka þátt í fræðslu fyrir sjúklinga og aðstandendur. Sérstök áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu sem og virkt samstarf við aðstandendur.

Helstu verkefni og ábyrgð » Fjölbreytt meðferðarstarf sem tengist sérhæfingu teymisins
» Virk þátttaka í fjölfaglegu samstarfi og framþróun
» Málastjórn fyrir einstaklinga
» Virk þátttaka í fjölbreyttu fræðslustarfi
» Markvisst samstarf með aðstandendum
» Sérhæfð viðfangsefni sem tengjast starfi teymisins

» Fjölbreytt meðferðarstarf sem tengist sérhæfingu teymisins
» Virk þátttaka í fjölfaglegu samstarfi og framþróun
» Málastjórn fyrir einstaklinga
» Virk þátttaka í fjölbreyttu fræðslustarfi
» Markvisst samstarf með aðstandendum
» Sérhæfð viðfangsefni sem tengjast starfi teymisins

Hæfnikröfur » Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi sem og einlægur áhugi á geðhjúkrun
» Framúrskarandi samskiptahæfni er skilyrði sem og leiðtogahæfileikar
» Stundvísi og áreiðanleiki
» Færni til að hafa góða yfirsýn yfir fjölþætt starf teymisins
» Jákvæðni og sveigjanleiki gagnvart hinum ýmsu viðfangsefnum sem til falla í starfsemi teymisins
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

» Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi sem og einlægur áhugi á geðhjúkrun
» Framúrskarandi samskiptahæfni er skilyrði sem og leiðtogahæfileikar
» Stundvísi og áreiðanleiki
» Færni til að hafa góða yfirsýn yfir fjölþætt starf teymisins
» Jákvæðni og sveigjanleiki gagnvart hinum ýmsu viðfangsefnum sem til falla í starfsemi teymisins
» Íslenskt hjúkrunarleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Boðað verður til viðtala við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim sem og innsendum gögnum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 03.08.2018 Nánari upplýsingar Magnús Ólafsson, magnuso@landspitali.is, 824 5537 LSH Laugarásinn meðferðargeðdeild Laugarásvegi 71 104 Reykjavík