Stuðningsfulltrúi - Háteigsskóli

  • Reykjavíkurborg
  • Háteigsskóli, v/ Háteigsveg
  • 02/07/2018
Fullt starf / hlutastarf Önnur störf

Um starfið

Háteigsskóli - Sérkennsla

Laus er staða stuðningsfulltrúa í 1.-4. bekk í Háteigsskóla. Um er að ræða tímabundna ráðningu frá 15. ágúst næstkomandi til og með 7. júní 2019.

Háteigsskóli er heildstæður grunnskóli með 450 nemendur, staðsettur á horni Háteigsvegar og Bólstaðarhlíðar. Háteigsskóli er grunnskóli án aðgreiningar og er fyrir nemendur á skólaskyldualdri. Nemendur skólans koma úr skólahverfinu en er opinn fyrir alla nemendur í Reykjavík.

Einkunnarorð skólans eru virðing, samvinna og vellíðan.

Leiðarstef skólans eru að

- menntun sé hvatning til að sýna áræðni, beita hugviti og hafa kjark til að framkvæma

- mennta í hlýlegu og skapandi umhverfi þar sem borin er virðing fyrir sérhverjum manni

- allir fái menntun við hæfi og njóti hæfileika sinna

- allir kennarar líta á alla nemendur sem sína nemendur

- efla sjálftraust með því að hlusta, hvetja og hrósa.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • - Að vera kennara til aðstoðar við að sinn einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð.
  • - Að aðstoða nemendur eftir þörfum hvers og eins við athafnir daglegs lífs.
  • - Að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.

Hæfniskröfur

  • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af því að vinna með börnum í grunn- eða leikskóla.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 68%
Umsóknarfrestur: 1.8.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Arndís Steinþórsdóttir í síma 530 4300 og tölvupósti arndis.steinthorsdottir@rvkskolar.is.

Háteigsskóli
v/ Háteigsveg
105 Reykjavík