Aðstoðarleikskólastjóri - Brekkuborg

 • Reykjavíkurborg
 • Brekkuborg, Hlíðarhúsum 1
 • 03/07/2018
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Leikskólinn Brekkuborg

Laust er til umsóknar starf aðstoðarleikskólastjóra í leikskólanum Brekkuborg.

Brekkuborg er fjögurra deilda leikskóli í Hlíðarhúsum 1 í Grafarvogi. Lögð er áhersla á lýðræði, sjálfstæði barna og umhverfismennt. Skólinn starfar í anda Reggio Emilia þar sem sjálfstæði, sjálfræði og lýðræði er kjarninn í starfi skólans. Unnið ar að því að skapa börnum hlýlegt umhverfi þar sem þau geta verið virk, skapandi og sjálfstæð. Mikil áhersla er lögð á gott foreldrasamstarf og góður starfsandi einkennir hið góða starf Brekkuborgar. Einkunnarorð skólans eru Virðing - Vinátta - Lýðræði.

Starfið er laust nú þegar, eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í stöfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinna með leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu kennslu og uppeldisstarfsins.
 • Vera staðgengill leikskólastjóra í fjarveru hans.
 • Taka þátt í stefnumótun og áætlanagerð leikskólans.
 • Sjá um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra.
 • Vera faglegur leiðtogi.
 • Sinna öðrum verkefnum sem leikskólastjóri felur honum.

Hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf sem leikskólakennari.
 • Reynsla af stjórnun er æskileg.
 • Frumkvæði og vilji til að leita nýrra leiða.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Áhugi og/eða reynsla af að leiða þróunarstarf.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags stjórnenda leikskóla.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 16.7.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Svala Ingvarsdóttir í síma 567-9380 og tölvupósti svala.ingvarsdottir@reykjavik.is.

Brekkuborg
Hlíðarhúsum 1
112 Reykjavík