Starfsmaður við vísindarannsóknir

  • Landspítali
  • Fossvogi, 108 Reykjavík
  • 04/07/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

NÚ GEFST TÆKIFÆRI ER TIL AÐ ÖÐLAST VÍÐTÆKA REYNSLU Í FRAMKVÆMD VÍSINDARANNSÓKNA

Á svefndeild Landspítala í Fossvogi fara fram fjölbreyttar vísindarannsóknir. Á næstu 12-18 mánuðum mun fara fram rannsókn á langvinnri lungnateppu (LLT) (e. COPD). Einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt fyrir 10 árum síðan í faraldsfræðirannsókn á LLT verður boðið að koma aftur og fara í öndunarmælingu, svara spurningalistum og sofa heima með greiningarbúnað m.t.t. þess hvort um sé að ræða öndunartruflanir í svefni.

Við leitum eftir liðsmönnum með áhuga á vísindarannsóknum til að taka á móti þátttakendum og safna rannsóknargögnum. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Starfshlutfall er samkomulag og eru störfin laus frá 1. september 2018 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 2 stöðugildi sem gætu skipts milli fleiri einstaklinga í mismunandi starfshlutföllum.

Helstu verkefni og ábyrgð » Móttaka þátttakenda í vísindarannsóknum
» Framkvæmd öndunarmælinga
» Blóðsýnataka
» Önnur próf í tengslum við rannsóknirnar

» Móttaka þátttakenda í vísindarannsóknum
» Framkvæmd öndunarmælinga
» Blóðsýnataka
» Önnur próf í tengslum við rannsóknirnar

Hæfnikröfur » Náttúrufræðingur/ hjúkrunarfræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi
» Reynsla af tölvuvinnslu
» Faglegur metnaður
» Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
» Hæfileiki til að starfa í teymi
» Lipurð í mannlegum samskiptum

» Náttúrufræðingur/ hjúkrunarfræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi
» Reynsla af tölvuvinnslu
» Faglegur metnaður
» Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
» Hæfileiki til að starfa í teymi
» Lipurð í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá og starfsleyfi (ef við á).

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 23.07.2018 Nánari upplýsingar Þórarinn Gíslason, thorarig@landspitali.is, 543 1000 LSH Svefnrannsóknir Fossvogi 108 Reykjavík