Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi - Sunnufold

 • Reykjavíkurborg
 • Sunnufold, Frostafold 33
 • 05/07/2018
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Leikskólinn Sunnufold

Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa við sérkennslu í leikskólanum Sunnufold. Sunnufold er 7 deilda leikskóli í Foldahverfi í Grafarvogi. Í Sunnufold vinnum við samkvæmt hugmyndum um nám sem félagslegt ferli og mannauðsstefna og námskrá barnanna grundvallast á sameiginlegri sýn um að allir eru að læra saman alla daga. Við vinnum með fimm lykilhugtök; hamingja - málrækt - leikur - heilbrigði - sjálfræði. Í febrúar tókum við á móti hvatningarverðlaunum Skóla- og frístundasviðs fyrir faglegt og metnaðarfullt starf.

Starfið er laust frá 8. ágúst nk.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
 • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
 • Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
 • Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur

 • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sérkennslu æskileg
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
 • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 18.7.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Fanný Kristín Heimisdóttir í síma 693-9846 / 411-3900 og tölvupósti fanny.kristin.heimisdottir@reykjavik.is.

Sunnufold
Frostafold 33
112 Reykjavík