Hjúkrunardeildarstjóri á sameinuðum skurðstofum Landspítala við Hringbraut

  • Landspítali
  • Vigdís Hallgrímsdóttir, vigdisha@landspitali.is, 543 7344, Fossvogi
  • 05/07/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Skrifstofustörf

Um starfið

Þann 1. október næstkomandi sameinast skurðstofur kvennadeildar og skurðstofur Hringbraut í eina deild. Við óskum eftir framsæknum hjúkrunarfræðingi með framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfileika í starf deildarstjóra á þessari nýju sameinuðu deild.
Á deildinni verða 13 skurðstofur þar sem fram fara kviðarholsaðgerðir, barna-, þvagfæra-, brjósthols- og augnskurðaðgerðir auk kvenaðgerða og aðgerðir tengdar fæðingarhjálp. Árlega eru þar framkvæmdar um 9000 skurðaðgerðir. Á deildinni koma til með að starfa um 100 starfsmenn, þar á meðal um 60 hjúkrunarfræðingar sem flestir eru sérmenntaðir í skurðhjúkrun, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, sérhæfðir starfsmenn og skrifstofumenn.

Deildin verður þátttakandi í tilraunaverkefni innan Landspítala um sveigjanlegra vinnufyrirkomulag hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu, með undirbúnings- og frágangstíma og viðbragðsvöktum sem hluta af vinnuskyldu. Markmið verkefnisins er að bæta mönnun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga á sólarhringsdeildum í bráðaþjónustu.

Hjúkrunardeildarstjóri hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð.
Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. október 2018. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9.gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda.

Helstu verkefni og ábyrgð » Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun skurðhjúkrunar. Vinnur að bættum gæðum og öryggi, stuðlar að markvissu umbótastarfi og tryggir eftirfylgni, í nánu samráði við aðra stjórnendur. Er leiðandi í teymisvinnu og stuðlar að framúrskarandi samstarfi við aðrar einingar spítalans
» Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsmanna á deildinni í samráði við mannauðsráðgjafa og framkvæmdastjóra aðgerðasviðs
» Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði deildarinnar í samráði við fjármálaráðgjafa og framkvæmdastjóra aðgerðasviðs

» Fagleg ábyrgð á uppbyggingu, skipulagi og þróun skurðhjúkrunar. Vinnur að bættum gæðum og öryggi, stuðlar að markvissu umbótastarfi og tryggir eftirfylgni, í nánu samráði við aðra stjórnendur. Er leiðandi í teymisvinnu og stuðlar að framúrskarandi samstarfi við aðrar einingar spítalans
» Starfsmannaábyrgð, þ.e. ábyrgð á uppbyggingu mannauðs og daglegri stjórnun starfsmanna á deildinni í samráði við mannauðsráðgjafa og framkvæmdastjóra aðgerðasviðs
» Fjárhagsleg ábyrgð, þ.e. ábyrgð á rekstrarkostnaði deildarinnar í samráði við fjármálaráðgjafa og framkvæmdastjóra aðgerðasviðs

Hæfnikröfur » Íslenskt hjúkrunarleyfi
» A.m.k. 5 ára starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
» Framhaldsnám í skurðhjúkrun er skilyrði
» Leiðtogahæfni, jákvætt viðmót og afburða hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
» Þekking og áhugi á stjórnun, reynsla af stjórnun er skilyrði
» Frumkvæði og metnaður til að ná árangri

» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» A.m.k. 5 ára starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
» Framhaldsnám í skurðhjúkrun er skilyrði
» Leiðtogahæfni, jákvætt viðmót og afburða hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
» Þekking og áhugi á stjórnun, reynsla af stjórnun er skilyrði
» Frumkvæði og metnaður til að ná árangri

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, kennslu og vísindavinnu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.

Umsóknir verða sendar til stöðunefndar hjúkrunarráðs Landspítala. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 30.07.2018 Nánari upplýsingar Þórgunnur Hjaltadóttir, torghjal@landspitali.is, 825 5136 Vigdís Hallgrímsdóttir, vigdisha@landspitali.is, 543 7344 LSH Skrifstofa aðgerðasviðs Fossvogi 108 Reykjavík