Vilt þú vera hluti af skemmtilegu teymi ?

 • Nýsköpunarmiðstöð Íslands
 • 06/07/2018
Fullt starf Sérfræðingar Skrifstofustörf Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Spennandi og krefjandi starf á sviði nýsköpunar

Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum starfsmanni sem getur tekist á við fjölbreytt og krefjandi verkefni tengd nýsköpun frumkvöðla og fyrirtækja. Verkefnin eru um allt land en starfsstöð er í Reykjavík. 

Starfssvið

 • Veita frumkvöðlum og fyrirtækjum leiðsögn á sviði nýsköpunar
 • Hafa umsjón með stuðningsverkefnum á sviði snjallra lausna og stafrænnar þróunar
 • Kynningar og hvatningarstarf
 • Fræðsla og upplýsingamiðlun
 • Verkefnastjórnun og verkefnasók

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun á sviði viðskipta, markaðsfræði, stjórnunar eða sambærilegt
 • Frumkvæði, dugnaður og sköpunargleði
 • Æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu
 • Færni í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku
 • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir leiðsögn og stuðning í tengslum við nýsköpun, viðskiptahugmyndir, frumkvöðla- starf og stofnun og rekstur fyrirtækja.

Nánari upplýsingar um starfið veitir: Karl Friðriksson, karlf@nmi.is.

Hvatt er til umsókna frá konum jafnt sem körlum.

Umsóknum skal skila fyrir 20. ágúst á netfangið hildur@nmi.is