Fagstjóri leirgerðar Sólheima

 • Sólheimar
 • 06/07/2018
Fullt starf Kennsla Önnur störf Umönnun og aðstoð

Um starfið

Starfssvið

 • Veitir leirgerð Sólheima forstöðu
 • Valdefling, umönnun og þjálfun
 • Stuðningur við listsköpun og þróun
 • Skipulagning verkefnavinnu og sýninga 
 • Annast innkaup
 • Umhirða leirgerðar

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun og reynsla í leirgerð
 • Þekking á að vinna með fólki með fötlun æskileg 
 • Samskipta- og samstarfshæfni mikilvæg 
 • Frumkvæði í starfi og öguð vinnubrögð 
 • Jákvæðni og áhugi á að leiða fjölbreytt starf  leirgerðar í anda gilda Sólheima 
 • Búseta á Sólheimum æskileg

Vinnustofur Sólheima eru fimm og skilgreinast sem verndaður vinnustaður þar sem um tuttugu og fimm starfsmenn með fötlun starfa að jafnaði.

Fagstjóri leirgerðar heyrir undir forstöðuþroskaþjálfa og á samstarf við hann um rekstur leirgerðar Sólheima auk þess að eiga samstarf við aðra fagstjóra vinnustofa.

Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist á radning@solheimar.is fyrir 20. júlí n.k.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Upplýsingar veitir Hallbjörn Rúnarsson, hallbjorn.runarsson@solheimar.is