Forstöðumaður Plastiðjunnar Bjargs/Iðjulundar

 • Akureyri
 • 06/07/2018
Fullt starf Sérfræðingar Verslun og þjónusta

Um starfið

Akureyrabær óskar eftir að ráða forstöðumann Plastiðjunnar Bjargs/Iðjulundar (PBI) sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu.

Um er að ræða 100% starf og er æskilegur ráðningartími frá 1. október 2018.

 

Helstu verkefni eru:

 • Ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem vinnustaðurinn Plastiðjan Bjarg/Iðjulundur veitir og er yfirmaður þeirra starfsmanna sem vinna þar.
 • Ber ábyrgð á fjárhags- og starfsáætlanagerð PBI.
 • Vinnur að samþættingu þjónustu. 
 • Sér um ársskýrslugerð. 
 • Vinnur að ýmsum þróunarverkefnum í málaflokki fatlaðra

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf á félags- eða heilbrigðissviði og viðeigandi starfsleyfi á Íslandi.
 • Reynslu af vinnu með fötluðu fólki.
 • Stjórnunarreynsla er æskileg.
 • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
 • Mjög góð samskiptahæfni og jákvætt viðhorf til fatlaðs fólks og réttinda þeirra.
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

 

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar á milli kl. 11:00 og 16:00, virka daga í síma 460 1060.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Karólína Gunnarsdóttir staðgengill sviðsstjóra í síma 460 1420, netfang: karolina@akureyri.is  

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2018

Sækja um starf