Sjúkraliðar óskast á meðgöngu- og sængurlegudeild

  • Landspítali
  • Hringbraut, 101 Reykjavík
  • 07/07/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Laus eru til umsóknar störf sjúkraliða á meðgöngu- og sængurlegudeild á kvenna- og barnasviði Landspítala. Starfshlutfall er 80-100%.

Við sækjumst eftir sjúkraliðum sem eru framúrskarandi í mannlegum samskiptum, eru sjálfstæðir í vinnubrögðum og eiga auðvelt með að vinna í teymi. Um er að ræða störf í dagvinnu og/eða vaktavinnu (dagar/kvöld/helgar) sem eru í mótun. Ráðið verður í störfin frá 1. ágúst 2018 eða eftir samkomulagi.

Deildin sinnir heilbrigðum og veikum konum í sængurlegu eftir fæðingu. Einnig annast deildin konur sem þurfa innlögn og náið eftirlit á meðgöngu og við missi á meðgöngu við 12-22 vikur. Veitt er fagleg umönnun með fjölskylduhjúkrun að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Umönnun og eftirlit skjólstæðinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Sérhæfð verkefni tengd nýburaskimunum
» Ábyrgð og umsjón með aðbúnaði, m.a. frágangur, áfyllingar og birgðaumsjón
» Virk þátttaka í teymis- og umbótastarfi

» Umönnun og eftirlit skjólstæðinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Sérhæfð verkefni tengd nýburaskimunum
» Ábyrgð og umsjón með aðbúnaði, m.a. frágangur, áfyllingar og birgðaumsjón
» Virk þátttaka í teymis- og umbótastarfi

Hæfnikröfur » Faglegur metnaður, frumkvæði og ábyrgð í starfi
» Jákvætt viðmót, sveigjanleiki og góðir samskiptahæfileikar
» Hæfni til að sinna almennum og sérhæfðari verkefnum sjúkraliða
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

» Faglegur metnaður, frumkvæði og ábyrgð í starfi
» Jákvætt viðmót, sveigjanleiki og góðir samskiptahæfileikar
» Hæfni til að sinna almennum og sérhæfðari verkefnum sjúkraliða
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum. Um er að ræða 2 stöðugildi.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 70 - 100% Umsóknarfrestur 23.07.2018 Nánari upplýsingar Hilda Friðfinnsdóttir, hildafri@landspitali.is, 825 9594 LSH Meðgöngu- og sængurlegudeild Hringbraut 101 Reykjavík