Vilt þú upplifa ævintýri á hverjum degi?

 • Reykjavíkurborg
 • , Jöklaseli 2
 • 10/07/2018
Hlutastarf Skrifstofustörf

Um starfið

Íbúiðakjarni Jöklaseli 2

Heimilið Jöklasel vantar flott starfsfólk sem getur hafið störf um miðjan ágúst eða byrjun september. Á heimilinu býr ungt fólk með einhverfu. Allir dagar hafa upp á eitthvað nýtt að bjóða og eru engir dagar eins. Unnið er á vöktum og er starfshlutfall eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Stuðningur og aðstoð við íbúa við allar athafnir daglegs lífs.
 • Stuðningur og aðstoð sem gera íbúum kleift að búa á eigin heimili, stunda vinnu og njóta menningar og félagslífs. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.

Hæfniskröfur

 • Góð almenn menntun.
 • Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.
 • Reynsla af tákn með tali.
 • Íslenskukunnátta skilyrði.
 • Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi.
 • Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
 • Gerð er krafa um bílpróf.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélagi

Starfshlutfall: 0%
Umsóknarfrestur: 30.7.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Elín Jóhannsdóttir í síma 6983663 og tölvupósti ingibjorg.elin.johannsdottir@reykjavik.is.


Jöklaseli 2
109 Reykjavík