Sérkennari / þroskaþjálfi - Hólabrekkuskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Hólabrekkuskóli, Suðurhólum 10
 • 11/07/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Hólabrekkuskóli - Sérkennsla

Ef þú ert framsækinn sérkennari / þroskaþjálfi og hefur brennandi áhuga á skólastarfi þá viljum við í Hólabrekkuskóla endilega fá þig í lið með okkur.

Mikil gróska einkennir skólaþróun í Hólabrekkuskóla og er áhersla lögð á skapandi starf með fjölbreyttum kennsluháttum og uppbyggileg samskipti. Leiðarljós skólans er virðing, gleði og umhyggja. Skólinn tekur þátt í Breiðholtsverkefnum; Læsi allra mál og Heilsueflandi Breiðholt einnig er hann þátttakandi í evrópsku samstarfi. Hólabrekkuskóli er heildstæður grunnskóli frá 1. - 10. bekk með um 500 nemendur og 70 starfsmenn.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • - Umsjón með kennslu / þjálfun nemenda.
 • - Vinna að áætlunargerð, þ.m.t. bekkjaráætlunum og/eða einstaklingsáætlunum í samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á.
 • - Sjá um námsmat / færnimat og skrifa umsögn / vitnisburð í samstarfi við kennara, stuðningsfulltrúa, foreldra og aðra eftir því sem við á.
 • - Skipuleggja sjónræn kennslugögn fyrir nemendur og kennara og útbýr kennslu- og/eða þjálfunargögn og fylgir eftir settum markmiðum.
 • - Samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
 • - Vinna að og fylgja eftir gerð einstaklingsnámskráa.
 • - Stýra teymisvinnu í kringum nemendur, ber ábyrgð á samvinnu við foreldra og fagaðila utan skólans í samvinnu við kennara.
 • - Önnur afmörkuð verkefni innan skólans.

Hæfniskröfur

 • - Leitað er að jákvæðum og metnaðarfullum fagmanni.
 • - Starfsleyfi til að starfa sem grunnskólakennari og/eða þroskaþjálfi.
 • - Framúrskarandi lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • - Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • - Góð íslenskukunnátta.
 • - Stundvísi og samviskusemi.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 23.7.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hólmfríður G Guðjónsdóttir í síma 4117550 / 6648235 og tölvupósti holmfridur.g.gudjonsdottir@rvkskolar.is.

Hólabrekkuskóli
Suðurhólum 10
111 Reykjavík